Út í vorið á veginum

Það var ólýsanlega yndislegt að vakna eldsnemma í vorið í Þingvallasveit í morgun. Hvert sem hlustað var ómaði fuglasöngurinn. Eyjarnar og fellin spegluðust í vatninu og hrossagaukurinn spáði í allar áttir. Í lognkyrrum morgninum heyrði maður í himbrimanum alla leið utan af vatni. Ég sá svo til hans á veiðum seinna um daginn úti við Vörðusker, sem ég held að Landmælingar kalli Dyrhólma, sem er auðvitað ekki rétt. Þá var ég sjálfur að reyna til veiða, þar sem við köllum Langatanga og oft hefur gefið mér vel. Ekki vildi hann taka þótt ég sæi fisk vaka úti á víkinni, í áttina að klöpp sem kölluð er Kattabani. Þar út af sagði Guðbjörn frændi minn heitinn að hefði verið urriðalögn og hélt að nafnið á klöppinni væri kannski af því dregið, því það hefði verið kallað að rota kettina, þegar vel veiddist.

Allt var iðandi af flugu en það er rétt eins og skaparinn hafi séð til þess að þessi fyrsta flugnakynslóð komist lítt étin á legg og væng, því fiskurinn tekur hana lítið. Það ræðst nú kannski fyrst og fremst af hitastigi vatnsins, sem þó hefur farið hlýnandi seinni árin. Engin vöktun er þó á því fremur en mörgu ððru í Þingvallavatni.

    Þegar lítið veiðist horfir maður því meira á fuglana. Þeir eru nú nánast allir komnir nema krían og spóinn, sá lóu, stelk, jaðrakan, steindepil, máríuerlu, þúfutittling, grágæs, stokkönd, sílamáf, hettumáf og svartbak auk himbrimans sem áður var minnst á. Allt er að lifna, brum að þrútna og plöntur að laufgast á útjörð. Mér fannst meira að segja bregða fyrir vit mér þessari stórkostlegu móalykt, sem kemur af lynginu og hrísinu. En ég trúi því varla. Ég vona svo sannarlega að það verði ekkert úr hreti í lok vikunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er gott að komast í kyrrð og ró svona annað slagið. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.5.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Maður er nú bara hálfur í túninu heima eftir þennan lestur:

Ásgeir Rúnar Helgason, 1.5.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Þingvallasveitin er algjör perla.  Ég ók Þingvallahringinn síðastliðin sunnudag í fallegu og góðu veðri.  Ég endaði svo bíltúrinn því að bjóða konu minni í kaffi og meðlæti í Þrastalundi.  Ég mæli sko með því, frábær staður og góðar veitingar    

Halldór Borgþórsson, 1.5.2007 kl. 23:23

4 identicon

Ég hélt nú bara að þú værir hættur að blogga, það er svo langt síðan síðast. Velkominn aftur  Og ekki er hún amaleg lýsingin á Þingvallasveitinni. Ég fór með tvo Skota og einn Ástrala um þetta svæði í fyrrasumar og hafði þá ekki komið þangað sjálf í nokkur ár. Það var skemmtilegt að horfa eins og með augum útlendings á dýrðina. Þegar maður hlustar á útlendinga lýsa hughrifunum af því sem fyrir augu ber finnur maður jafnvel enn betur hvað þetta land er einstakt.  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:35

5 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Þakka þér fyrir lýsinguna út sveitinni. Þetta kveikir í manni að komast austur að Úlfljótsvatni þar sem við skátar stundum skógrægt með mannrægt og fleirru. Vonandi að maður komist og at. hvernig gróðurinn kemur undan einum snjóléttasta verti sem maður hefur upplifað.

Brynjar Hólm Bjarnason, 1.5.2007 kl. 23:51

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heitir hún ekki - Sumarnótt á Þigvöllum, sonnettan hans Jakobs Jóh. Smára sem er svo fallega ort að þegar maður les hana fer það að verða ljóst af hverju svo fáir þora að yrkja um þann helga stað.

_Og hingað mændu eitt sinn allar þrár- ótti og von á þessum steinum glóðu......

En nú er mér sagt af kunnugum að hnegg í einum hrossagauki sé verðmætara en kvakið í fjórum álftum, en þó sé himbriminn dýrastur þegar hann tekur til máls.

Árni Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 00:05

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Langar að vekja athygli á grein eftir mig um hryðjuverkaáformin í Þjórsá 

Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

 

Ævar Rafn Kjartansson, 9.5.2007 kl. 14:07

8 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takið endilega þátt í æsispennandi kosningagetraun:

http://www.sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/

 Glæsilegir vinningar í boði.....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 45669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband