Lyngdalsheiði og rauðar kusur

Ekki get ég séð að það hafi umtalsverð áhrif til hins verra að leggja þennan nýja veg, þótt ég hefði sjálfur kosið að menn hefðu bara lagfært þann gamla, lagt á hann bundið slitlag en haldið gömlu krókunum. Gamli vegurinn liggur um Gjábakkaháls, Reyðarbarm og Laugarvatnsvelli, en snertir hvergi Lyngdalsheiði. Nýi vegurinn liggur hins vegar norðanhallt í Lyngdalsheiði. Gamli vegurinn var í raun lagður ofan í Kóngsveginn frá 1907, sem raunar má sjá víðar í Þingvallasveit og austur í Tungur. Áður en Kóngsvegurinn var ruddur var alfaraleið milli sveita um Lyngdalsheiði. Það leiddi til þess misskilnings hjá Vegagerðinni að kalla Gjábakkaveg leiðina um Lyngdalsheiði, sem ekki var leiðrétt fyrr en fyrir örfáum árum. Vegagerðin hefur raunar valdið fleiri rangnefnum. Þannig setti hún á skilti örnefnið "Kárastaðanes" við veginn niður í nes það sem heimamenn hafa öldum saman kallað "Rauðukusunes". Þó má vera að sú tilbúna nafngift hafi verið runnin undan rifjum félagsmanna í Norræna félaginu, sem um miðja síðustu öld ætluðu að byggja höll undir starsemi sína í þessu nesi og hefur ekki þótt við hæfi að kenna höll sína við rauða kusu. Af höllinni komst aldrei upp nema kjallarinn, sem nú hefur verið jafnaður við jörðu. Já og svo auðvitað glæsilegur sumarbústaður formanns félagsins, sem enn stendur.
mbl.is Úrskurður um Gjábakkaveg staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sammála þér með veginn enda einn af vegum lífs míns!  Kv.

Baldur Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 45665

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband