Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.5.2007 | 20:52
Vinar saknað
17.5.2007 | 10:25
Dauðakippir Framsóknar
Ekki er að búast við því að ný stjórn verði mynduð í hvelli. Og reyndar ekkert sjálfgefið í þeim efnum. Margir framsóknarmenn hér á SV-horninu vilja fara út úr stjórninni og telja það einu von flokksins til lífsbjargar. Landsbyggðarmennirnir vilja hanga inni og freista þess að skara eld að kjördæmakökum sínum. Þessi stjórn yrði stjórn óbreytts ástands.
Geir getur ráðið þessu. Hann segir sem er að samstarfið við Framsókn sé traust og ekki þurfi að gera við það sem ekki er bilað. En margir sjálfstæðismenn vilja breytingar. Þeir vilja t.d. kanna kosti ESB-aðildar. Þeir vilja láta lokið tíma heiftrækni og útlegðardóma í flokknum. Þeir telja kalda stríðinu lokið.
Formanninum gefst nú sjaldgæft tækifæri til mikilla breytinga, bæði á flokknum og samfélaginu. Nú kemur í ljós hvort Geir er maður breytinga og framkvæmda eða hvort hann vill bara láta dumma og tátla hrosshárið sitt með Jóni Sigurðssyni.
Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2007 | 16:08
Að bíta höfuðið af skömminni
Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
12.5.2007 | 11:14
Lyngdalsheiði og rauðar kusur
Úrskurður um Gjábakkaveg staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2007 | 21:06
Út í vorið á veginum
Það var ólýsanlega yndislegt að vakna eldsnemma í vorið í Þingvallasveit í morgun. Hvert sem hlustað var ómaði fuglasöngurinn. Eyjarnar og fellin spegluðust í vatninu og hrossagaukurinn spáði í allar áttir. Í lognkyrrum morgninum heyrði maður í himbrimanum alla leið utan af vatni. Ég sá svo til hans á veiðum seinna um daginn úti við Vörðusker, sem ég held að Landmælingar kalli Dyrhólma, sem er auðvitað ekki rétt. Þá var ég sjálfur að reyna til veiða, þar sem við köllum Langatanga og oft hefur gefið mér vel. Ekki vildi hann taka þótt ég sæi fisk vaka úti á víkinni, í áttina að klöpp sem kölluð er Kattabani. Þar út af sagði Guðbjörn frændi minn heitinn að hefði verið urriðalögn og hélt að nafnið á klöppinni væri kannski af því dregið, því það hefði verið kallað að rota kettina, þegar vel veiddist.
Allt var iðandi af flugu en það er rétt eins og skaparinn hafi séð til þess að þessi fyrsta flugnakynslóð komist lítt étin á legg og væng, því fiskurinn tekur hana lítið. Það ræðst nú kannski fyrst og fremst af hitastigi vatnsins, sem þó hefur farið hlýnandi seinni árin. Engin vöktun er þó á því fremur en mörgu ððru í Þingvallavatni.
Þegar lítið veiðist horfir maður því meira á fuglana. Þeir eru nú nánast allir komnir nema krían og spóinn, sá lóu, stelk, jaðrakan, steindepil, máríuerlu, þúfutittling, grágæs, stokkönd, sílamáf, hettumáf og svartbak auk himbrimans sem áður var minnst á. Allt er að lifna, brum að þrútna og plöntur að laufgast á útjörð. Mér fannst meira að segja bregða fyrir vit mér þessari stórkostlegu móalykt, sem kemur af lynginu og hrísinu. En ég trúi því varla. Ég vona svo sannarlega að það verði ekkert úr hreti í lok vikunnar.
19.4.2007 | 11:54
Hörmulegt tjón
"Höll Hundadagakonungs" varð æstum eldinum að bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 20:26
Að hrósa sér af dellunni
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.4.2007 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 21:44
Aumingja maðurinn!
Geimferðalangur kominn til alþjóðlegu geimstöðvarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2007 | 10:38
Dýrkun heimskunnar
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2007 | 19:03
Margur heldur mig sig
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
einherji
Bloggvinir
- malacai
- gusti-kr-ingur
- hof
- arogsid
- asarich
- hugdettan
- arh
- baldurkr
- kaffi
- bergurben
- begga
- bibb
- eurovision
- dabbi
- dofri
- egillrunar
- esgesg
- esv
- elinora
- estersv
- eysteinn
- fsfi
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- gudjonbergmann
- zumann
- orri
- gunnarfreyr
- guru
- halldorbaldursson
- doriborg
- kiddih
- hallurg
- hallurmagg
- handsprengja
- heidar
- 730
- hildurhelgas
- hlynurh
- kolgrimur
- hlodver
- hrannarb
- hvitiriddarinn
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- jara
- ingo
- jensgud
- skallinn
- jonthorolafsson
- jullibrjans
- julli
- juliusvalsson
- krist
- hjolaferd
- ladyelin
- mariakr
- sax
- leifurl
- poppoli
- ofansveitamadur
- solir
- omarbjarki
- vestskafttenor
- pallieinars
- palmig
- raggipalli
- rheidur
- rungis
- bullarinn
- xsnv
- sigfus
- safi
- siggivalur
- fletcher
- ses
- kosningar
- garibald
- torfusamtokin
- tommi
- eggmann
- villagunn
- steinibriem
- thoragud
- thordistinna
- thorolfursfinnsson
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar